- 1. júlí 2024
Ármannshlaupið 2024
Ármannshlaupið 2024 fer fram 2. júlí kl.20!
- 1. júlí 2024
Miðnæturhlaup Suzuki 2024 - Úrslit
Miðnæturhlaup Suzuki 2024 fór fram þann 20. júní. Góð þátttaka var í hlaupinu, en keppt var í 5km, 10km og hálf maraþoni.
- 3. júní 2024
Miðnæturhlaup Suzuki 2024
Miðnæturhlaup Suzuki fer fram þann 20. júní n.k.
- 20. ágúst 2023
ÍRIS ANNA OG GUÐMUNDUR DAÐI SIGURVEGARAR Í GATORADE SUMARHLAUPA MÓTARÖÐINNI 2023
- 11. okt. 2022
Sigurvegarar í aldursflokkum
Sumarhlaup Gatorade samanstendur af fimm hlaupum, hlauparar sem taka þátt í 10 km (5 km í Víðavangshlaupi ÍR) safna stigum og hér að neðan má sjá sigurvegarana í hverjum aldursflokki.
- 11. okt. 2022
Sigþóra Brynja og Guðmundur Daði sigurvegarar í Gatorade Sumarhlaupa mótaröðinni 2022
Sigurvegarar í Sumarhlaupum Gatorade eru Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir og Guðmundur Daði Guðlaugsson.
- 24. mars 2022
Gatorade Sumarhlaupin 2022
Gatorade sumarhlaupin 2022 er stigakeppni úr 5 hlaupum, sem fer fram á tímabilinu 21. apríl - 20. ágúst.
- 21. júní 2021
Fjölnishlaup Olís
Fjölnishlaup Olís er annað hlaupið í Gatorade Sumarhlaupa mótaröðinni.
- 21. maí 2021
Víðavangshlaup ÍR
Víðavangshlaup ÍR er fyrsta hlaupið í Gatorade Sumarhlaupa mótaröðinni. Hlaupið fór fram 13. maí á Uppstigningardaginn, 377 hlauparar mættu til leiks.
- 3. ágúst 2020
Staða stigakeppninnar 2020
Nú er búið að uppfæra stöðu stigakeppninnar í Gatorade sumarhlauparöðinni 2020. Aðeins tvö hlaup af fimm hafa farið fram í sumar. Víðavangshlaupi ÍR var frestað fram í september og verður það því síðasta hlaupið í ár en ekki Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka eins og venjan er.
- 2. júlí 2020
Hlynur og Elín Edda sigruðu í Ármannshlaupinu
Ármannshlaupið fór fram 1. júlí í fínu veðri. Þátttakan var góð, yfir 300 hlauparar tóku þátt og keppt var í 10 km hlaupi, sem telst til stiga í Gatorade sumarhlaupa mótaröðinni.
- 18. júní 2020
Maxime og Andrea sigruðu í Fjölnishlaupinu
Fjölnishlaup Olís fór fram í gær 17. júní í frábæru veðri. Þátttakan var góð en um 350 hlauparar tóku þátt. Keppt var í þrem vegalengdum, en 10 km hlaupið telst til stiga í Gatorade sumarhlaupa mótaröðinni.
- 28. maí 2020
þrjú sumarhlaup 2020
Þar sem Miðnæturhlaupi Suzuki og Reykjavíkurmaraþoninu var aflýst þá verða aðeins þrjú hlaup sem telja til stiga í Gatorade Sumarhlaupunum 2020. Verðlaun eru í boði fyrir flest stig samanlagt í hlaupunum þremur að þessu sinni.
- 27. apríl 2020
Hlaup sumarsins
Í samstarfi við Almannavarnir er unnið hörðum höndum að því að halda hlaupaviðburði sumarsins. Frekari upplýsinga er að vænta mjög fljótlega.
- 5. sept. 2019
Arndís og Þórólfur stigameistarar 2019
Arndís Ýr Hafþórsdóttir og Þórólfur Ingi Þórsson eru sigurvegarar í stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna 2019. Í öðru sæti í kvennaflokki var Fríða Rún Þórðardóttir og í því þriðja Hulda Guðný Kjartansdóttir. Í karlaflokki var Vilhjálmur Þór Svansson í öðru sæti og Arnar Pétursson í þriðja sæti.
- 11. ágúst 2019
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka framundan
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fram fer laugardaginn 24.ágúst er síðasta Powerade Sumarhlaupið 2019. Hægt er að velja á milli fimm mismundandi vegalengda í Reykjavíkurmaraþoninu en aðeins 10 km hlaupið gildir til stiga á mótaröðinni.
- 4. júlí 2019
Arnar og Arndís sigruðu í Ármannshlaupinu
Ármannshlaupið fór fram í gærkvöldi í frábæru veðri. Frábær þátttaka var í hlaupinu, 438 skráðir hlauparar, en það er 10 km langt.
- 2. júlí 2019
Þórólfur og Sigþóra efst í stigakeppninni
Þórólfur Ingi Þórsson og Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir eru efst í stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna 2019 að loknum þremur hlaupum. Þórólfur er með örugga forystu í karlaflokki en mun meiri spenna er í kvennaflokknum.
- 24. júní 2019
Skráning er hafin í Ármannshlaupið
Ármannshlaupið 2019 fer fram miðvikudagskvöldið 3.júlí og verður ræst klukkan 20:00. Hlaupið er 10 km og verður að þessu sinni ræst á Vatnagörðum milli Avis og Holtagarða. Brautin í Ármannshlaupinu er flöt og hröð og þar hafa margir náð sínum bestu tímum.
- 21. júní 2019
Elín og Þórólfur sigruðu í Miðnæturhlaupinu
Miðnæturhlaup Suzuki 2019 fór fram í gærkvöldi í frábæru hlaupaveðri. Skráðir voru 3015 hlauparar sem er nýtt þátttökumetmet. Um 1200 erlendir hlauparar voru á meðal þátttakenda frá 57 löndum. Í 10 km hlaupinu sem gildir til stiga í stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna sigruðu þau Þórólfur Ingi Þórsson og Elín Edda Sigurðardóttir.
- 11. júní 2019
Miðnæturhlaup Suzuki 20.júní
Næsta hlaup á dagskrá Powerade Sumarhlaupanna 2019 er Miðnæturhlaup Suzuki sem fram fer í Laugardalnum fimmtudagskvöldið 20.júní. Hlaupið er þriðja í röð fimm Powerade Sumarhlaupa og er það 10 km vegalengdin sem gildir til stiga á mótaröðinni en einnig er hægt að hlaupa hálfmaraþon og 5 km.
- 6. júní 2019
Fríða Rún og Þórólfur með forystu í stigakeppninni
Þegar tveimur hlaupum af fimm á mótaröðinni Powerade Sumarhlaupin 2019 er lokið eru þau Fríða Rún Þórðardóttir og Þórólfur Ingi Þórsson með forystu í stigakeppninni. Það er 10 km vegalengdin sem gildir til stiga í öllum hlaupunum nema Víðavangshlaupi ÍR þar sem 5 km vegalengdin gefur stig. Efstu 10 karlar og konur í heildarúrslitum og sex aldursflokkum fá stig.
- 30. maí 2019
Þórólfur og Sigþóra sigruðu í Fjölnishlaupinu
Fjölnishlaupið fór fram í blíðskaparveðri í Grafarvoginum í dag, en það er annað hlaupið af fimm á mótaröðinni Powerade Sumarhlaupin 2019. Boðið var uppá þrjár vegalengdir: 10 km, 5 km og 1,4 km skemmtiskokk en 10 km voru jafnframt Íslandsmeistaramóti í 10 km hlaupi og gilti til stiga í stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna.
- 3. maí 2019
Fjölnishlaupið í Grafarvoginum
Fjölnishlaupið 2019 sem fram fer á uppstigningardag fimmtudaginn 30.maí í Grafarvoginum er annað hlaupið af fimm á mótaröðinni Powerade Sumarhlaupin 2019. Þetta er í 31.sinn sem Fjölnishlaupið fer fram í Grafarvoginum. Allir aldurshópar og getustig ættu að finna vegalengd við hæfi því boðið er uppá 10 km hlaup, 5 km hlaup og 1,4 km skemmtiskokk.
- 26. apríl 2019
María og Arnar sigruðu í Víðavangshlaupi ÍR
Fyrsta Powerade Sumarhlaupið 2019, Víðavangshlaup ÍR, fór fram í miðbæ Reykjavíkur á sumardaginn fyrsta 25.apríl. Alls voru 663 hlauparar á öllum aldri skráðir til leiks, þar af 589 í 5 km hlaupið og 74 í 2,7 km skemmtiskokkið. Sigurvegarar í Víðavangshlaupi ÍR og Íslandsmeistarar í 5 km götuhlaupi voru Arnar Pétursson úr ÍR á 15:52 og María Birkisdóttir úr FH á 17:59.
- 22. apríl 2019
Víðavangshlaup ÍR á fimmtudaginn
Powerade Sumarhlaupin 2019 hefjast á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25.apríl kl.12, en þá fer Víðavangshlaup ÍR fram í 104. sinn. Bæði er boðið upp á hina hefðbundu 5 km hlaupaleið en einnig er hægt að taka þátt í 2,7 km skemmtiskokki sem er hugsað sem skemmtilegt fjölskylduhlaup.
- 15. mars 2019
Sumarhlaupin 2019
Íþróttabandalag Reykjavíkur, frjálsíþróttadeildir Ármanns, Fjölnis og ÍR og Powerade standa saman að mótaröð hlaupa í sumar sem nefnist Powerade Sumarhlaupin. Mótaröðin var fyrst sett á laggirnar sumarið 2009 og er þetta því í ellefta sinn sem hún er haldin.
- 24. ágúst 2018
Elín og Arnar sigurvegarar 2018
Elín Edda Sigurðardóttir og Arnar Pétursson eru sigurvegarar í stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna 2018. Í öðru sæti í kvennaflokki var Andrea Kolbeinsdóttir og í því þriðja Helga Guðný Elíasdóttir. Í karlaflokki var Ingvar Hjartarson í öðru sæti og Vilhjálmur Þór Svansson í þriðja sæti. Verðlaun fyrir þrjá stigahæstu hlauparana voru afhent í Lækjargötu að loknu Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardaginn.
- 18. júlí 2018
Styttist í Reykjavíkurmaraþonið
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fram fer laugardaginn 18.ágúst er síðasta Powerade Sumarhlaupið 2018. Hægt er að velja á milli fimm mismundandi vegalengda í Reykjavíkurmaraþoninu en aðeins 10 km hlaupið gildir til stiga á mótaröðinni.
- 10. júlí 2018
Staðan í stigakeppninni að loknum 4 hlaupum
Elín Edda Sigurðardóttir og Arnar Pétursson eru með forystu í stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna 2018 að loknum fjórum hlaupum af fimm. Ljóst er að Arnar verður sigurvegari í stigakeppni karla í ár því enginn getur náð honum að stigum þrátt fyrir að sigra í síðasta hlaupinu. Baráttan um næstu sæti í karlaflokki er hinsvegar harðari og eiga margir möguleika á því að komast í 2. og 3. verðlaunasæti.
- 5. júlí 2018
Andrea og Arnar sigruðu í Ármannshlaupinu
Fjórða Powerade Sumarhlaupið af fimm, Ármannshlaup Eimskips, fór fram í gærkvöldi. Hlaupið hófst og endaði við höfuðstöðvar Eimskipa við Sundahöfn og voru 343 hlauparar skráðir til þáttöku. Hlaupaleiðin er 10 km og liggur meðfram Sæbrautinni niður að Hörpu en þar snúa keppendur við og hlaupa sömu leið til baka. Brautin er mjög flöt og aðeins munar 6,7 metrum á hæsta og lægsta punkti og því hafa margir hlauparar náð sínum besta tíma í 10 kílómetra hlaupi þar.
- 29. júní 2018
Ármannshlaupið næst á dagskrá
Næst á dagskrá Powerade Sumarhlaupanna er Ármannshlaup Eimskips. Hlaupið er 10 km og fer fram á miðvikudagskvöldið 4.júlí. Ræst er kl.20:00 við Vöruhótel Eimskips í Sundahöfn.
- 24. júní 2018
Elín Edda og Arnar efst í stigakeppninni
Þriðja hlaupið af fimm í Powerade Sumarhlaupunum 2018, Miðnæturhlaup Suzuki, fór fram fimmtudagskvöldið 21.júní. Hlauparar létu ekki rigningu og rok stoppa sig í að mæta í Laugardalinn en als skráðu sig 2.857 til þátttöku sem er nýtt met. Um 1.200 erlendir hlauparar voru á meðal þátttakenda frá 46 löndum. Þó Miðnætursólin hafi ekki látið sjá sig að þessu sinni var hlaupið vel heppnað og fóru margir að því loknu í Laugardalslaugina til að láta þreytuna líða úr sér.
- 19. júní 2018
Miðnæturhlaup Suzuki á fimmtudaginn
Næsta hlaup á dagskrá Powerade Sumarhlaupanna 2018 er Miðnæturhlaup Suzuki sem fram fer fimmtudagskvöldið 21.júní. Hlaupið er það þriðja af fimm hlaupum á mótaröðinni. Forskráning er nú í fullum gangi á midnaeturhlaup.is og verður opin til miðnættis miðvikudaginn 20.júní. Mælt er með því að allir forskrái sig því þátttökugjaldið er 20% lægra í forskráningu. Smelltu hér til að skrá þig.
- 19. maí 2018
Staðan í stigakeppninni að loknum tveimur hlaupum
Það er árangur í 10 km vegalengdinni í öllum hlaupunum sem gildir til stiga í stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna nema í Víðavangshlaupi ÍR þar sem 5 km hlaup gildir til stiga. Tíu efstu hlauparar í hverju hlaupi fá stig fyrir árangur sinn og fá stigahæstu hlaupararnir verðlaun að loknu síðasta hlaupinu sem er Reykjavíkurmarþon Íslandsbanka.
- 11. maí 2018
Andrea og Arnar sigruðu í Fjölnishlaupi Gaman Ferða
Fjölnishlaup Gaman Ferða, annað hlaupið af fimm á mótaröðinni Powerade Sumarhlaupin 2018, fór fram í mildu og góðu hlaupaveðri á Uppstigningardag. Þetta var í 30.sinn sem hlaupið fór fram og var metþátttaka, 280 keppendur. Hægt var að velja um 10 km hlaup, 5 km hlaup og 1,4 km skemmtiskokk en 10 km hlaupið gaf stig í stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna og var jafnframt Íslandsmeistaramót í 10 km hlaupi. Sigurvegarar í 10 km hlaupinu voru þau Andrea Kolbeinsdóttir og Arnar Pétursson.
- 3. maí 2018
30 ára afmælishlaup í Grafarvoginum
Framundan er Fjölnishlaup Gaman Ferða, annað hlaupið af fimm á dagskrá Powerade Sumarhlaupanna 2018. Hlaupið verður ræst í 30.sinn fimmtudaginn 10.maí kl.11:00 frá Íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum í Grafarvogi. Í Fjölnishlaupi Gaman Ferða er boðið upp á vegalengdir fyrir bæði byrjendur og vana hlaupara: 10 km hlaup, sem jafnframt er Íslandsmeistaramót í 10 km hlaupi, 5 km hlaup og 1,4 km skemmtiskokk.
- 20. apríl 2018
Andrea og Arnar sigruðu Víðavangshlaup ÍR
Andrea Kolbeinsdóttir og Arnar Pétursson sigruðu í fyrsta Powerade Sumarhlaupinu 2018, Víðavangshlaupi ÍR. Hlaupið fór fram í miðborginni í gær og voru 550 skráðir til þátttöku í 5 km hlaupið en um 50 í 2,7 km skemmtiskokk. 5 km hlaupið var jafnframt Íslandsmeistaramót í 5 km götuhlaupi og þau Andrea og Arnar því Íslandsmeistarar í vegalengdinni.
- 17. apríl 2018
Hlaupasumarið hefst á Víðavangshlaupi ÍR
Powerade Sumarhlaupin 2018 hefjast á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19.apríl kl.12, en þá fer Víðavangshlaup ÍR fram í 103. sinn. Bæði er boðið upp á hina hefðbundu 5 km hlaupaleið en einnig er hægt að taka þátt í 2,7 km skemmtiskokki sem er hugsað sem skemmtilegt fjölskylduhlaup.
- 21. feb. 2018
Powerade Sumarhlaupin 2018
Frjálsíþróttafélögin í Reykjavík, Reykjavíkurmaraþon og Powerade standa saman að mótaröð hlaupa í sumar sem nefnist Powerade Sumarhlaupin. Mótaröðin var fyrst sett á laggirnar sumarið 2009 og er þetta því í tíunda sinn sem hún er haldin.
ELÍN EDDA OG ARNAR PÉTURSSON SIGURVEGARAR Í GATORADE SUMARHLAUPA MÓTARÖÐINNI 2024