Arnar og Arndís sigruðu í Ármannshlaupinu

4. júlí 2019

Ármannshlaupið fór fram í gærkvöldi í frábæru veðri. Frábær þátttaka var í hlaupinu, 438 skráðir hlauparar, en það er 10 km langt.

Sigurvegari í kvennaflokki var Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Fjölni, á tímanum 37:30. Í öðru sæti var Fríða Rún Þórðardóttir, ÍR, á 39:09 og í því þriðja Hulda Guðný Kjartansdóttir, Stjörnunni, á 40:51.

Arnar Pétursson, ÍR, sigraði í karlaflokki á tímanum 32:41 en fast á hæla hans kom Þórólfur Ingi Þórsson, ÍR, á 32:42 sem mun vera nýtt Íslandsmet í flokki 40-44 ára. Í þriðja sæti var Maxime Sauvageon frá Frakklandi á 33:20.

Smellið hér til að skoða heildarúrslit hlaupsins og hér til að skoða myndir.

Frá ræsingu í Ármannshlaupinu 2019

Styrktaraðilar