Þórólfur Ingi Þórsson og Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir eru efst í stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna 2019 að loknum þremur hlaupum. Þórólfur er með örugga forystu í karlaflokki en mun meiri spenna er í kvennaflokknum.
Þórólfur sigraði í Miðnæturhlaupi Suzuki og Fjölnishlaupinu en var í öðru sæti í Víðavangshlaupi ÍR og er með 42 stig og örugga forystu í karlaflokki. Í öðru sæti er Vignir Már Lýðsson með 21 stig og í þriðja sæti Vilhjálmur Þór Svansson með 18 stig.
Í kvennaflokki er mun meiri spenna í stigakeppninni. Sigþóra, sem er efst, sigraði í Fjölnishlaupinu og var í þriðja sæti í Miðnæturhlaupi Suzuki. Hún er með 25 stig, jafn mörg og Hulda Guðný Kjartansdóttir, en þar sem Sigþóra var á undan í mark í síðasta hlaupi raðast hún ofar. Í þriðja sæti er Arndís Ýr Hafþórsdóttir með 24 stig.
Smellið hér til að finna nánari upplýsingar um stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna 2019.
Næst á dagskrá Powerade Sumarhlaupanna 2019 er Ármannshlaupið sem fram fer miðvikudagskvöldið 3.júlí. Nánari upplýsingar og skráning hér.