Ármannshlaupið næst á dagskrá

29. júní 2018

Næst á dagskrá Powerade Sumarhlaupanna er Ármannshlaup Eimskips. Hlaupið er 10 km og fer fram á miðvikudagskvöldið 4.júlí. Ræst er kl.20:00 við Vöruhótel Eimskips í Sundahöfn.

Ármannshlaupið hefur í gegnum árin verið þekkt fyrir flata og hraða braut þar sem margir hlauparar hafa náð sínum besta tíma. Mælum sérstaklega með hlaupinu fyrir þau sem eru að undirbúa sig fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst.

Þátttökugjaldið er lægra ef skráð er fyrir miðnætti þriðjudagskvöldið 3.júlí eða 2.500 krónur. Skráning á hlaupdag kostar 3.000 krónur. Smelltu hér til að skrá þig.

Skráningu á hlaupdegi lýkur kl.19:45 á staðnum en 19:30 á vefnum. Hægt er að sækja númer og flögur á hlaupdegi frá kl.17:00 í afgreiðslu Vöruhótels Eimskips.

Allar upplýsingar um Ármannshlaup Eimskips má finna hér.

Styrktaraðilar