Fríða Rún og Þórólfur með forystu í stigakeppninni

6. júní 2019

Þegar tveimur hlaupum af fimm á mótaröðinni Powerade Sumarhlaupin 2019 er lokið eru þau Fríða Rún Þórðardóttir og Þórólfur Ingi Þórsson með forystu í stigakeppninni.

Það er 10 km vegalengdin sem gildir til stiga í öllum hlaupunum nema Víðavangshlaupi ÍR þar sem 5 km vegalengdin gefur stig. Efstu 10 karlar og konur í heildarúrslitum og sex aldursflokkum fá stig.

Þórólfur Ingi er sem fyrr segir með forystu í karlaflokki en hann sigraði í Fjölnishlaupinu og var í öðru sæti í Víðavangshlaupi ÍR og er því með 27 stig . Í öðru sæti í karlaflokki er Vignir Már Lýðsson með 21 stig og í því þriðja Vilhjálmur Þór Svansson með 18 stig.

Fríða Rún var í þriðja sæti í Víðavangshlaupi ÍR og öðru sæti í Fjölnishlaupinu og er því efst í stigakeppni kvenna með 22 stig. Í öðru sæti er Hulda Guðný Kjartansdóttir með 17 stig og í þriðja sæti Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir með 15 stig.

Efstu hlauparar í hverjum aldursflokki eru eftirfarandi:

Aldursflokkur
Karlar
Konur
18 ára og yngri
Stefán Kári Smárason
Ásdís Soffía Arthúrsdóttir

18 ára og yngri | Stefán Kári Smárason | Ásdís Soffía Arthúrsdóttir

19-29 ára
Hannes Björn Guðlaugsson
Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir

19-29 ára | Hannes Björn Guðlaugsson | Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir

30-39 ára
Vignir Már Lýðsson
Kristín Helga Hauksdóttir

30-39 ára | Vignir Már Lýðsson | Kristín Helga Hauksdóttir

40-49 ára
Þórólfur Ingi Þórsson
Fríða Rún Þórðardóttir

40-49 ára | Þórólfur Ingi Þórsson | Fríða Rún Þórðardóttir

50-59 ára
Helgi Sigurðsson
Guðrún Harðardóttir

50-59 ára | Helgi Sigurðsson | Guðrún Harðardóttir

60 ára og eldri
Sigurður Konráðsson
Sigurbjörg Eðvarðsdóttir

60 ára og eldri | Sigurður Konráðsson | Sigurbjörg Eðvarðsdóttir

Nánari upplýsingar um stöðuna í stigakeppninni má finna hér.

Næsta Powerade Sumarhlaup 2019 er Miðnæturhlaup Suzuki sem fram fer í Laugardalnum fimmtudagskvöldið 20.júní. Skráning í hlaupið er í fullum gangi á vefnum midnaeturhlaup.is.

Merki Powerade Sumarhlaupanna

Styrktaraðilar