Staðan í stigakeppninni að loknum 4 hlaupum

10. júlí 2018

Elín Edda Sigurðardóttir og Arnar Pétursson eru með forystu í stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna 2018 að loknum fjórum hlaupum af fimm.

Ljóst er að Arnar verður sigurvegari í stigakeppni karla í ár því enginn getur náð honum að stigum þrátt fyrir að sigra í síðasta hlaupinu. Baráttan um næstu sæti í karlaflokki er hinsvegar harðari og eiga margir möguleika á því að komast í 2. og 3. verðlaunasæti.

Í stigakeppni kvenna eiga bæði Elín Edda Sigurðardóttir sem er með forystuna núna og Andrea Kolbeinsdóttir sem er í öðru sæti möguleika á að verða stigameistarar. Þá eru Helga Guðný Elíasdóttir, Íris Anna Skúladóttir og Agnes Kristjánsdóttir mjög jafnar í næstu þremur sætum og ræðst það í Reykjavíkurmaraþoninu hver þeirra nær þriðju verðlaununum.

Eftirfarandi hlauparar eru efstir í stigakeppninni í einstökum aldursflokkum:

18 ára og yngri   
Davíð Kolka og Íris Arna Ingólfsdóttir
19-29 ára
Arnar Pétursson og Elín Edda Sigurðardóttir 
30-39 ára
Björn Snær Atlason og Borghildur Valgeirsdóttir 
40-49 ára
Jósep Magnússon og Eva Ólafsdóttir
50-59 ára
Víðir Þór Magnússon og Guðrún Harðardóttir
60 ára og eldri
Sigurður Konráðsson og Ragna María Ragnarsdóttir  

Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna 2018.

Styrktaraðilar