Fjölnishlaup Olís er annað hlaupið í Gatorade Sumarhlaupa mótaröðinni.
Hlaupið fór fram á þjóðhátíðardaginn okkar 17. Júní, en hátt í 250 hlaupararar mættu til leiks.
Í 10 km hlaupinu sigraði Andrea Kolbeinsdóttir á tímanum 35:49, en í karlaflokki sigraði Arnar Pétursson á tímanum 31:35.
Í 5 km hlaupinu kom Ingibjörg Lára Sveinsdóttir fyrst í mark á tímanum 25:28. Kristján Svanur Eymundsson var fyrstur karla á tímanum 17.01.
Í skemmtiskokkinu þá var Viktor Orri Fríðuson fljótastur allra og Aldís Tinna Traustadóttirvar fyrst kvenna sem kom í mark.