Framundan er Fjölnishlaup Gaman Ferða, annað hlaupið af fimm á dagskrá Powerade Sumarhlaupanna 2018. Hlaupið verður ræst í 30.sinn fimmtudaginn 10.maí kl.11:00 frá Íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum í Grafarvogi. Í Fjölnishlaupi Gaman Ferða er boðið upp á vegalengdir fyrir bæði byrjendur og vana hlaupara: 10 km hlaup, sem jafnframt er Íslandsmeistaramót í 10 km hlaupi, 5 km hlaup og 1,4 km skemmtiskokk.
Forskráning í 10 km og 5 km hlaupin fer fram á hlaup.is og er opin til miðnættis miðvikudaginn 9.maí. Allir eru hvattir til að forskrá sig í þessar vegalengdir því þátttökugjald er lægra í forskráningu en á staðnum. Skráning í skemmtiskokk fer fram á staðnum og er aðeins 1.000 kr á mann en hver fjölskylda greiðir að hámarki 3.000 kr (4 og fleiri). Afhending gagna og skráning á staðnum verður kl.9:00-10:30 í anddyri Grafarvogslaugar í Íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum.
Að hlaupi loknu geta allir fengið Powerade og frítt í sund í einhverja af sundlaugum Reykjavíkur. Athugið þó að Grafarvogslaug er lokuð vegna viðgerða. Á meðal glæsilegra útdráttarverðlauna sem dregin verða út að hlaupi loknu eru tvö 50.000 kr gjafabréf frá Gaman Ferðum.
Kynntu þér Fjölnishlaup Gaman Ferða nánar hér.