Það er árangur í 10 km vegalengdinni í öllum hlaupunum sem gildir til stiga í stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna nema í Víðavangshlaupi ÍR þar sem 5 km hlaup gildir til stiga. Tíu efstu hlauparar í hverju hlaupi fá stig fyrir árangur sinn og fá stigahæstu hlaupararnir verðlaun að loknu síðasta hlaupinu sem er Reykjavíkurmarþon Íslandsbanka.
Staðan í stigakeppninni að loknum tveimur hlaupum af fimm er þannig að Arnar Pétursson er með forystu í karlaflokki og Andrea Kolbeinsdóttir í kvennaflokki. Bæði Arnar og Andrea eru með fullt hús stiga þar sem þau sigruðu í fyrstu tveimur hlaupunum. Í öðru sæti í karlaflokki er Ingvar Hjartarson og í því þriðja Þórólfur Ingi Þórsson. Í kvennaflokki er Elín Edda Sigurðardóttir í öðru sæti og Helga Guðný Elíasdóttir í þriðja sæti.
Einnig er stigakeppni í sex aldursflokkum karla og kvenna og eru eftirfarandi hlauparar efstir:
18 ára og yngri
Kjartan Óli Ágústsson og Telma Sól Sveinsdóttir
19-29 ára
Arnar Pétursson og Andrea Kolbeinsdóttir
30-39 ára
Vilhjálmur Þór SvanssonInga og Dögg Þorsteinsdóttir
40-49 ára
Þórólfur Ingi Þórsson og Hulda Guðný Kjartansdóttir
50-59 ára
Helgi Sigurðsson og Guðrún Harðardóttir
60 ára og eldri
Þorvaldur Kristjánsson og Ragna María Ragnarsdóttir
Smellið hér til að skoða nánar stöðuna í stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna 2018.
Næsta hlaup Powerade Sumarhlaupanna 2018 og það þriðja af fimm á mótaröðinni er Miðnæturhlaup Suzuki sem fram fer í Laugardalnum fimmtudagskvöldið 21.júní.

Arnar Pétursson og Andrea Kolbeinsdóttir eru með forystu í stigakeppninni.
(Ljósmynd Baldvin Berndssen)